Suscito
Imagination is more important than knowledge
29.5.06
Í gamla daga...
...voru ekki til sleipiefni.

Hvað notaði fólk þá? Jú, sum ykkar gætu hafað giskað rétt, en í gamla daga notaði fólk smjör (ojjjj!!!! ég veit). Þetta er eitt af því sem við náðum að veiða upp úr einum vinnumanninum í vinnunni í dag. Sumir þeirra eru meira segja svo grófir að þeir "vippa út" þegar þeim er mál og þá í miðjum samræðum og getur það verið frekar svo ekki ómjög truflandi.

En ég ákvað að þróa þessa vitneskju sem ég öðlaðist og kenna ykkur. Þannig að ef þið sjáið einhvern sem er að nota einhverja gamla eða úrelta aðferð við að gera eitthvað þá má alveg segja: "Bara allur í smjörinu!". Þó að hann fatti það ekki þá er þetta lúmskt fyndinn einkahúmor. En ef hann fattar það mætti alveg segja að maður notar það sem hendi er næst, sem er reyndar nasty come back.

Annars komst ég frekar nálægt því að deyja eða slasast alvarlega í vinnunni í dag þegar ég fór í skemmtilegustu klifurferð lífs míns. Ég get ekki útskýrt það nógu vel í orðum en ég skal reyna að skella inn myndum af þessu pleisi seinna ef mér gefst kostur, paradís á jörðu!

Ekki reyna að hanga í mosa.
3 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
sagan segir að kaninn noti það ennþá... ;I

Anonymous Nafnlaus said...
Super color scheme, I like it! Good job. Go on.
»

Anonymous Nafnlaus said...
I find some information here.