Suscito
Imagination is more important than knowledge
17.5.06
Draumar

Ég hef ekki verið svona þreyttur frá því í jólaprófunum án gríns. Allt of mikið verið að setja á herðar einstaklinga sem eru
að reyna að koma niður fótunum í einhverju sem er kallað samfélag. Kannski málið að hafa fleiri frídaga milli prófa svo
maður nái að lesa efnið eftir að maður hefur frumlesið það (Íslenska er t.d. gott dæmi). Annars var ég svo þreyttur áðan að ég sofnaði og dreymdi að amma mín væri að reyna að drepa mig, þetta hljómar kannski asnalega en ég var skíthræddur, svo hræddur að ég var með "brauð"fætur í draumnum svo að ég gat varla hlaupið og var alltaf að detta. Amma mín labbar hins vegar mjög hægt og þetta var mjög óþægilegt.

Síðan hefur mig dreymt fullt af sjitti upp á síðkastið sem ég man eftir, sem er frekar óvenjulegt finnst mér. Hérna eru
nokkrir, þeir eru kannski svolítið ógeðfelldir, btw ég hef ekki tekið mark á draumráðningum, reyndar kannski því ég hef
aldrei þurft þess:

4 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
Shit, þetta eru soldið fokkedup draumar :S

Anonymous Nafnlaus said...
Ég er ánægður yfir því að muna draumana mína ekki - oftast...

Anonymous Nafnlaus said...
þetta minnir mig á japanska mynd sem ég horfði á á Ruv einhvern tiíman í vetur

Anonymous Nafnlaus said...
Það var Battle Royal, og þetta er ekki alveg eins því þar áttu krakkarnir að drepa hvort annað. Góð mynd :)