Ég hef nokkrum sinnum fengið spurninguna "Ef þú mættir velja einn af eftirtöldum ofurkröftum, hvern myndiru velja?" (Án gríns þá hef ég fengið þessa spurningu oft O_o) og síðan byrjar fólk að telja upp: - "Geta orðið ósýnilegur" eða
- "Geta stoppað tímann" eða
- "Geta flogið"
Ég myndi velja að geta stoppað tímann ef ég myndi ekki eldast í millitíðinni þ.e.a.s..
Þótt það að geta orðið ósýnilegur eða að geta flogið sé freistandi þá er tilhugsunin um að geta stoppað tímann þeim æðri. Ímyndið ykkur hvað það væri þægilegt að geta klárað að læra heima en samt geta notað allan tímann þann daginn í e-ð annað, (ekki það að það taki mig ekki langan tíma að læra heima, bara svona upp á prinsippið) eða ýmisleg önnur prakkarastrik sem ber ekki að nefna hér :]
Bloggið bannar mér að blogga meira svo ég geri það bara í annarri færslu...