Suscito
Imagination is more important than knowledge
30.9.07
Kjálkar
Það er eitt að horfa á góða bíómynd í sjónvarpi.
En betra að horfa á góða bíómynd í bíó.
Þar af leiðandi hlýtur að vera yfirnáttúrulegt að blanda saman ísköldu vatni ("sjó" tilfinningu), hátölurum sem sánda í vatni, riiisaskjá og Jaws í Laugardalslaug.

Allavega hélt ég að þetta væri minn tebolli. Síðar komst ég að því að þetta te var algjört sull og bragðaðist þar að auki eins og klór...

Að halda niðri í sér andanum til að horfa á bíómynd er ekki kúl, hvað þá að þurfa að synda á meðan maður horfir á myndina. Enn kaldhæðnislegra væri að drukkna þegar maður horfir á Jaws í innilauginni í Laugardal.

Væri samt til í að skella mér á eina góða tónleika neðansjávar, einhver til?
10.9.07
Spilltu ósk
Til þess að koma á smá lífi á þessari síðu og virkja lesendur til að kommenta hef ég ákvaðið að hafa einn lítinn leik í þessari bloggfærslu. Þessi leikur kallast svartsýnisleikurinn og hér eru reglurnar:

Ég óska mér og sá næsti sem svarar á að finna leið til að láta afleiðingar óskar minnar vera kaldhæðnislegar eða finna galla við hana.

Dæmi:

1. Ég óska að ég ætti Corvettu
2. Óskin er veitt, þú færð Corvettuna mjög ódýra því hún er af ruslahaugunum. Ég óska þess að ég gæti niðurhalið Wikipedia í heilann minn.
3. Óskin er veitt en nú getur fólk á netinu breytt minningum þínum. Þú varst fæddur af fílum og áttir í ástarsambandi við Marilyn Manson. Ég óska að ég fengi góða steik
4. Óskin er veitt, hvernig gengur megrunin? Ég óska að ég gæti ekki meitt mig.
5. Óskin er veitt en þú getur ekki keyrt eftir einstefnugötum á þriðjudögum, þá deyrðu. Ég óska heimsfriðar... o.s.frv.

Ef ekki er hægt að finna slæma hlið á ósk má gera tvennt, annaðhvort spilla henni eða segja að óskin sé ekki veitt.

Ég óska þess að ég vinni aðalvinninginn á Launamiðanum (100 þús á mánuði í 10 ár).
9.9.07
Tetris mania




Myndi þetta ekki flokkast sem ofurkraftar? Það liggur allavega við...
5.9.07
Á morgun er drukkið busablóð
Sveitt keiluferð liggur að baki og ég rústaði Kidda 130 - 110. Feis. (Varð bara að skrifa þetta hérna)

Eeeeen ætlaði bara að koma með nýtt *thing* á bloggið, eftir hverja færslu birtist top 5 redirected urls svo ef þið ætlið að komast á listann verðiði að koma á síðuna frá link á ykkar síðu eða annarra.

Síðan hildur-arna.blogspot.com er sigurvegari þessarar færslu en listinn hljóðar svo

1. hildur-arna.blogspot.com
2. lukkurefurinn.blogspot.com
3. blog.central.is/alexandra_st
4. betterblack.blogspot.com
5. gurlic.blogspot.com

Ath. að ég get ekki séð hverjir koma frá hvaða síðum þ.a. margt fólk getur verið á bak við "stig" hverrar síðu.
2.9.07
Fjölbreytilegur dagur
Margt hefur á daga mína drifið síðan ég kom heim frá Tenerife og væri það efni í meira en bara eina bloggfærslu. Þess vegna hef ég ákveðið að tileinka þess bloggfærslu deginum í dag. Þetta verður þá líkast til fyrsta færslan á þessu bloggi þar sem eitthvað dagbókarform fær að koma í ljós. Dembum okkur þá bara ofan í djúpu laugina...

09:10 Vakna fááááránlega þreyttur eftir kvöldið áður við útvarpsvekjarann minn sem er stilltur í botn á bylgjutíðnina 97,8. Nýja lagið með Jeff Who sem spilast eins og rispuð plata í botni og er að æra mig. Ég verð að standa upp til að slökkva á vekjaraklukkunni þar sem það kemur ekkert snooze til greina.

09:15 Fæ mér Special K (Ég meina, það má alveg vinna með þetta).

10:00 Mæti á slaginu 10 í MR þar sem hressir X-bekkingar og aðrir taka vel á móti okkur Gumma , tilbúnir í fyrstu stærðfræðiæfingu vetrarins.

12:30 Skila æfingunni með því hugarfari að gera betur næst.

13:00 Carsten "lanar" við mig í Elite beat sem er eins konar fusion leikur, ég vinn og hann heimtar rematch unns hann gefst upp að lokum.

15:00 Þríeykið skellir sér á Mínus tónleika á Laugaveginum þar sem rök stemmning tekur á móti okkur. Beil eftir tvö sveitt lög.

16:00 Kiddi kemur og í sameiningu tekst okkur að klára guðdómlega góða tölvuleikinn Resident evil 4 sem er án efa einn besti tölvuleikur sem ég hef spilað. Total gameplay til að klára leikinn slagaði hátt í 17 klukkustundir.

18:30 Pizzaveisla eftir góðan dag sem var þó alls ekki lokið. Guðmundur gerir þau mistök að panta fjórar pizzur fyrir okkur og allar með aukaosti og pepperoni, good job (en það má vinna með þetta).

20:00 Fer og sé Astrópíuna Ragnhildi Steinunni og félaga í fullum skrúða í Álfabakka og ég get vel tekið undir að þetta sé eina besta mynd íslenskrar kvikmyndasögu í sínum flokki. Hún er a.m.k. stórt stökk í skemmtanagildi frá myndinni Cocaine Cowboys sem ég sá seinast en hún var án efa með slöppustu myndum sem ég hef séð. Ef þið viljið missa vin eða slíta sambandi, bjóðið honum/henni þá á Cocaine Cowboys.

22:30 Fer að taka því rólega og ákveð að vera bara innipúki í kvöld.

23:30 Ákveð að skrifa þessa færslu þar sem ákvörðunin klukkutíma áður var ekki það sniðug.

00:00 Les færsluna yfir og finnst hún einstaklega nördaleg - íhuga betrumbætur.

00:15 Hunsa betrumbætur (en skrifa samt eitt ljóð) og pósta þessari færslu hvort eð er, ekki eru allir dagar eins, eða hvað?


Ef lífið er leikur þú verður að vilja
Veröld sem þú í mátt dafna
En eitt annað einnig þú verður að skilja
Að í lífi má velja eða hafna

Núna hef ég um tvennt að velja, bókina Þriðja táknið eftir Yrsu Sigurðardóttir (sem ég fékk í jólagjöf fyrir einu og hálfu ári og er enn þá í plastinu) eða The curious incident of the dog in the night-time sem ég keypti af einskærri forvitni.

Ég vel hundinn, hin má bíða í plastinu til seinna og betri tíma.